Prenta |

Haust og Jólatónleikar

Ritað .

Haust og jólatónleikar

Skólahljómsveitar Austurbæjar

Langholtskirkju

Mánudag 9. desember kl. 20.00

Stjórnandi Vilborg Jónsdóttir

             

Á tónleikunum munu koma fram þrjár hljómsveitir A, - B og C – sveitir. Þær eru skipaðar um 120 nemendum aldrinum 7 – 18 ára, raðað niður eftir aldri og getu. Á þessum tónleikum verður leikið efni sem hefur verið æft á haustmánuðum ásamt jólalögum. Á efnisskránni verður m.a. Steðjakórinn úr Il Trovatore eftir Verdi, Sverðdansinn eftir Khachaturian, syrpa af lögum úr kvikmyndinni Lion King, lög eftir Stephen Foster, Bláu augun þín og Tveir fílar.

Tónleikarnir eru ókeypis og allir velkomnir.